Innlent

Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. 

Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri.

„Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún.  



Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta

Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið.

„Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×