Enski boltinn

Lögreglan neitaði að fylgja rútu United sem gæti fengið sekt frá UEFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United hita upp fyrir leikinn gegn Valencia í gær eftir að hafa mætt alltof seint á Old Trafford.
Leikmenn United hita upp fyrir leikinn gegn Valencia í gær eftir að hafa mætt alltof seint á Old Trafford. vísir/getty
Seinkun var á upphafsflautinu á Old Trafford í gærkvöldi er Manchester United fékk Valencia í heimsókn í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 19.00 en hófst ekki fyrr en tíu mínútur síðar því rúta United kom allt of seint á völlinn. Liðið þurfti sinn tíma til að hita upp og dómarinn gaf leyfi á smá seinkun.

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, sagði eftir leik að það hafi tekið liðð 75 mínútur að komast frá Lowry hótelinu á Old Trafford en sú leið tekur venjuleg hálftíma.

Mourinho sagði einnig að ástæðan hafi verið sú að lögreglan hafi neitað að fylgja rútu United á Old Trafford og því hafi umferð og annað gert rútunni erfitt fyrir.

Nú hefur UEFA ákært Manchester United fyrir seinkomuna og gætu þeir verið sektaðir fyrir atvikið. Hjá UEFA er mikil áhersla lögð á að allt sé á réttum tíma og United gæti verið í vandræðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×