Lífið

Lady Gaga segir Blasey Ford hafa stigið fram til þess að vernda landið

Sylvía Hall skrifar
Lady Gaga var einlæg í viðtalinu.
Lady Gaga var einlæg í viðtalinu. Vísir/Getty
Söngkonan Lady Gaga hrósaði Christine Blasey Ford í hástert í viðtali hjá Stephen Colbert á dögunum og sagði vitnisburð hennar vera eitt það átakanlegasta sem hún hafi séð. Blasey Ford er ein þeirra kvenna sem sakað hefur Brett Kavanaugh um kynferðisárás en til stendur að hann taki sæti við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Lady Gaga, sem heitir réttu nafni Stefani Germanotta, ræddi við Colbert upplifun sína af vitnisburði Blasey Ford og Kavanaugh í viðtali nú á dögunum og opnaði sig einnig um sína eigin reynslu af kynferðisofbeldi og hvernig henni tókst að takast á við það. Hún segir það vera aðdáunarvert að fylgjast með Blasey Ford í svo átakanlegum aðstæðum.

„Þegar þessi kona sá að Kavanaugh yrði mögulega settur í eitt valdamesta embætti sem fyrirfinnst í dómskerfi þessa lands upplifði hún áfall sitt að nýju. Það opnaðist kassi, og þegar þessi kassi opnaðist var hún nógu hugrökk til þess að deila því með heiminum.“

Í dag fer fram lokaatkvæðagreiðsla um útnefningu Kavanaugh en útnefning hans hefur ollið miklu fjaðrafoki og voru meðal annars hundruð mótmælenda handteknir í gær vegna málsins. Blasey Ford er á meðal þriggja kvenna sem hafa sakað hann um kynferðisárás.


Tengdar fréttir

Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn

Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun.

Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh

Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×