Enski boltinn

Sjáðu ótrúlegt mark Gylfa gegn Leicester og endurkomu Man Utd

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu í gær
Gylfi fagnar marki sínu í gær Vísir/Getty
Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.



Tottenham fékk nýliða Cardiff í heimsókn en þar var Aron Einar Gunnarsson mættur á varamannabekk Cardiff. Aron er að jafna sig eftir meiðsli.



Eric Dier skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham stigin þrjú.



Watford tapaði stórt á heimavelli gegn Bournemouth og Wolves vann góðan útisigur á Crystal Palace.



Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley sem fyrr og átti hann stoðsendingu á Sam Vokes í jafntefli liðsins gegn Huddersfield.



Gylfi Þór tók málin í sínar eigin hendur og skoraði stórkostlegt sigurmark Everton gegn Leicester. Þetta var hans fimmtugasta mark í úrvalsdeildinni.



Deginum lauk svo á ótrúlegri endurkomu Manchester United gegn Newcastle. Rauðu djöflarnir unnu leikinn 3-2 eftir að hafa verið undir 2-0 þegar um 20 mínútur voru eftir.

Manchester United 3-2 Newcastle
Burnley 1-1 Huddersfield
Tottenham 1-0 Cardiff
Crystal Palace 0-1 Wolves
Watford 0-4 Bournemouth



Fleiri fréttir

Sjá meira


×