Sport

Trent Alexander-Arnold tefldi við heimsmeistarann í skák

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander-Arnold og Carlsen háðu einvígi í dag
Alexander-Arnold og Carlsen háðu einvígi í dag mynd/bbc
Trent Alexander-Arnold varð tvítugur í gær og hélt upp á afmælið með því að taka þátt í stórleik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Í dag tefldi hann við heimsmeistarann í skák.

Það tók hinn norska Magnus Carlsen aðeins 17 hreyfingar og fimm mínútur að vinna Alexander-Arnold. Carlsen hefur verið ríkjandi heimsmeistari í skák síðan 2013.

Alexander-Arnold hefur gaman af því að tefla og reynir að sinna áhugamálinu sem oftast.

„Það er erfitt að finna fólk á mínum aldri sem hefur eins mikin áhuga á skák og ég. Það er eitthvað sem við getum reynt að breyta,“ sagði Alexander-Arnold við BBC.

„Þrátt fyrir að ég hafi tapað 1-0 þá mun ég halda áfram að æfa mig og hver veit nema við mætumst aftur.“

Leikur varnarmannsins unga og Carlsen var liður í kynningarefni fyrir leik Carlsen og Fabiano Caruana þar sem hinn síðarnefndi reynir að hafa af Norðmanninum heimsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×