Viðskipti innlent

Sakar Jóhannes um samsæri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tchenguiz segir Jóhannes, ásamt embætti sérstaks saksóknara, hafa blekkt bresku efnahagsbrotalögregluna (SFO) til að hefja rannsókn á viðskiptum sínum við Kaupþing.
Tchenguiz segir Jóhannes, ásamt embætti sérstaks saksóknara, hafa blekkt bresku efnahagsbrotalögregluna (SFO) til að hefja rannsókn á viðskiptum sínum við Kaupþing. Vísir/GVA
Bretinn Robert Tchenguiz telur lögmanninn Jóhannes Rúnar Jóhannsson hafa haft uppi samsæri gegn sér í starfi sínu fyrir slita­stjórn Kaupþings. Hann segir Jóhannes, ásamt embætti sérstaks saksóknara, hafa blekkt bresku efnahagsbrotalögregluna (SFO) til að hefja rannsókn á viðskiptum sínum við Kaupþing. Þetta kom fram í máli lögmanns Roberts fyrir dómi í London í gær þegar mál hans gegn endurskoðunarstofunni Grant Thornton, tveimur starfsmönnum hennar og Jóhannesi Rúnari var tekið fyrir. Breskir miðlar greina frá.

Málið er höfðað til greiðslu bóta vegna rannsóknar SFO árið 2011. Telur Tchenguiz að fyrrgreindir aðilar hafi látið embætti sérstaks saksóknara hafa falskar upplýsingar sem síðar rötuðu til SFO og urðu grundvöllur rannsóknar. Krefst hann milljarðs punda í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×