Tölvuþrjótar breyttu nafni Thelmu í „skuggasál“ á heimasíðu hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2018 19:45 Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma. Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma.
Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30
Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir