Tölvuþrjótar breyttu nafni Thelmu í „skuggasál“ á heimasíðu hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2018 19:45 Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma. Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma.
Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30
Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10