Viðskipti innlent

184 milljónir í fréttamyndver Ríkisútvarpsins

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Nýtt og tæknivætt myndver RÚV sparar sex manns við útsendingu.
Nýtt og tæknivætt myndver RÚV sparar sex manns við útsendingu. vísir/pjetur
Áætlaður kostnaður við nýtt fréttamyndver Ríkisútvarpsins er 184 milljónir króna. Nýja myndverið í Efstaleiti verður tekið í notkun í kvöld. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi voru þær síðustu sem sendar voru út úr gamla myndverinu sem þjónað hafði fréttastofunni og ýmsum deildum ríkisstofnunarinnar í hartnær tvo áratugi.

„Vonandi gerir þetta okkur kleift að sinna okkar hlutverki betur en áður,“ sagði Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, í fréttinni.

Þrátt fyrir að áætlaður kostnaður við myndverið nemi hátt á annað hundrað milljónum króna segir Ríkisútvarpið að áætlanir gerir ráð fyrir að um 20 milljónir króna sparist árlega með nýju og tæknivæddu myndveri. Nýr tæknibúnaður geri það að verkum að nú þurfi aðeins tvo starfsmenn fyrir hverja útsendingu í stað átta áður. Sjónvarpsmyndavélar verði ekki mannaðar heldur eins konar róbótar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×