Erlent

Unglingur lifði af 49 daga úti á rúmsjó

Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Myndin er tekin rétt áður en Aldi var bjargað.
Myndin er tekin rétt áður en Aldi var bjargað. Facebook/Indonesian Consulate General Osaka
Nítján ára indónesískur unglingur lifði af 49 daga á reki á sjó í veiðikofa. Drengnum, Aldi Novel Adilang, var loksins bjargað í blálok ágúst.

Aldi hafði verið að vinna í kofanum, sem var raunar veiðigildra, og var staðsettur 125 kílómetra undan ströndu Indónesíu.

Kofinn var festur við sjávarbotninn með akkeri en um miðjan júlí urðu snarpir vindar til þess að kofinn losnaði og var Aldi á reki með einungis vikubirgðir af mat þar til hann fannst 31. ágúst undan ströndum Gvam.

Talið er að tíu skip hafi siglt framhjá drengnum áður en honum var bjargað. Skipið sem kom Aldi loks til bjargar er frá Panama en hann náði athygli skipverja með því að senda þeim neyðarboð.

Aldi sagði í samtali við héraðsmiðla að hann hefði verið fullviss um að hann myndi deyja á hafi úti. Þá kvaðst hann hafa íhugað að stökkva útbyrðis og fremja þannig sjálfsvíg, svo skelfilegar voru aðstæðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×