Handbolti

Seinni bylgjan um Kristján Orra: „Hefur ekki fengið þá athygli sem hann á skilið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum í sigri ÍR á ÍBV í Olísdeild karla um helgina og vann sér inn pláss á Tíuveggnum eftirsótta í stúdíói Seinni bylgjunnar.

„Hann var ekki góður á móti Aftureldingu en síðan var hann sturlaður í þessum leik,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Kristján Orra.

„Ég er reyndar rosalega ánægður að hann sé að borða langloku. Ég borða alltaf langloku fyrir leik og er mikill „Team langloka.“ Ég elska það.“

Kristján Orri spilar í horninu hjá ÍR og í leiknum við ÍBV skoraði hann 13 mörk úr 14 skotum, skapaði tvö færi og átti tvær stoðsendingar. Í vörninni var hann með tvær löglegar stöðvanir og fékk einkunn frá HB Statz upp á 10.

„Hann klúðraði varla færi og sjáið þið hvað hann er snöggur fram, hann er alltaf löngu búinn að stinga þá af.“

„Svo getur hann spilað skyttu, hann er góður í vörn og hefur kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið, finnst mér,“ sagði Jóhann Gunnar.

Sérfræðingarnir lofuðu einnig umgjörðina hjá ÍR í leiknum og Logi Geirsson útnefndi hana bestu umgjörð umferðarinnar.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×