Lífið

Selur sló mann með kolkrabba

Samúel Karl Ólason skrifar
Í samtali við BBC segir Masuda að líklegast hafi selurinn verið að reyna að slíta einn arm af kolkrabbanum og það hafi verið tilviljun að vinur hans hafi orðið fyrir.
Í samtali við BBC segir Masuda að líklegast hafi selurinn verið að reyna að slíta einn arm af kolkrabbanum og það hafi verið tilviljun að vinur hans hafi orðið fyrir.
Taiyo Masuda náði myndbandi af því þegar selur virtist slá vin hans með kolkrabba. Masuda var meðal vina sinna í kajakaferð undan ströndum Nýja-Sjálands nærri bænum Kaikoura og voru selir að synda í kringum þá vinina.

Einn selanna virtist illa við ágang þeirra félaga og kom úr kafi með kolkrabba í kjaftinum og sló honum í andlitið á vini Masuda. Hann birti myndband af atvikinu á Instagram.



Í samtali við BBC segir Masuda að líklegast hafi selurinn verið að reyna að slíta einn arm af kolkrabbanum og það hafi verið tilviljun að vinur hans hafi orðið fyrir.

Mögulegt þykir að selurinn hafi verið að hefna sín vegna plastmengunar í Kyrrahafinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×