Lífið

„Brandari“ um andlát Ladda gengur fram af fólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af Ladda var sett á Facebook þar sem búið var að setja kross inn á myndina og ártölin 1947 - 2018.
Mynd af Ladda var sett á Facebook þar sem búið var að setja kross inn á myndina og ártölin 1947 - 2018. Fréttablaðið/GVA
Meintur brandari um andlát Þórhalls Sigurðssonar, eða Ladda, hefur gengið fram af fólki á samfélagsmiðlum í dag. Mynd af Ladda var sett á Facebook þar sem búið var að setja kross inn á myndina og ártölin 1947 - 2018. Laddi er þó ekki látinn.

Sonur hans, Þórhallur Þórhallsson, segir grínið ósmekklegt og að öllum athugasemdum hans við myndbandið um að Laddi sé ekki látinn hafi verið eytt út.

„Þessi drengur er að setja inn þetta ósmekklega grín og eyðir svo athugasemdum frá mér þegar ég læt fólk vita að þetta er lygi. Þannig að ekki trúa þessu ef þið sjáið þetta,“ skrifar Þórhallur yngri á Facebook.

Í samtali við DV staðfestir Laddi að hann sé á lífi. Hann hafi verið í útlöndum og sé nýkominn til landsins.

Fjölmargir hafa skrifað athugasemd við færslu Þórhalls og lýst yfir andúð sinni á gríninu og segja það verulega ósmekklegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×