Lífið

The Sun líkir Alexöndru og Gylfa við Beckham hjónin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Sig og Alexandra Helga trúlofuðust í byrjun júlí í fríi á Bahamaeyjum
Gylfi Sig og Alexandra Helga trúlofuðust í byrjun júlí í fríi á Bahamaeyjum Instagram/Alexandrahelga
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og Alexandra Ívarsdóttir eru til umfjöllunar hjá breska miðlinum The Sun en þar er Alexandra kölluð Ísdrottningin og er sagt í greininni að parið sé þekkt sem Beckham parið hér á landi.

David Beckham og Victoria Beckham eru líklega eitt frægasta par heims en David Beckham var í mörg ár einn farsælasti atvinnumaður heims í knattspyrnu.

The Sun greinir frá því að parið hafi trúlofað sig í sumar.

„Hér hafið þið Beckham hjónin frá Íslandi: Gylfi Sigurðsson og hans fallega unnusta, Alexandra Ívarsdóttir,“ segir í greininni.

Í greininni er fjallað um farsælan feril Alexöndru í fegurðarkeppnum en hér má sjá umfjöllun The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×