Viðskipti innlent

WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá WOW í gær kom fram að skuldabréfaútboði félagsins lyki á þriðjudaginn og hún yrði að lágmarki 50 milljónir evra, sem samsvarar um 6,5 milljörðum króna.
Í tilkynningu frá WOW í gær kom fram að skuldabréfaútboði félagsins lyki á þriðjudaginn og hún yrði að lágmarki 50 milljónir evra, sem samsvarar um 6,5 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm
Flugfélagið WOW air skuldar Isavia um tvo milljarða króna vegna lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum en í frétt blaðsins segir að um helmingur skuldarinnar sé nú þegar gjaldfallinn.



WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Þá kemur fram í árshlutareikningi Isavia að innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hafi hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum.

Forsvarsmenn Isavia vildu ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hins vegar fékk Morgunblaðið svar við spurningum um almennt verklag og var það á þá leið að Isavia ynni með flugfélögum að lausn mála ef upp koma tilvik varðandi vanskil, með hagsmuni Isavia að leiðarljósi.

Í tilkynningu frá WOW í gær kom fram að skuldabréfaútboði félagsins lyki á þriðjudaginn og það yrði að lágmarki 50 milljónir evra, sem samsvarar um 6,5 milljörðum króna.



Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið.

 


Tengdar fréttir

Skúli nálgast endamarkið

Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×