Erlent

Lék eftir vinsælt Youtube myndband og slasaðist alvarlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn ellefu ára gamli Tyler Brooke bólgnaði verulega í andliti og augu hans urðu mjög blóðhlaupin.
Hinn ellefu ára gamli Tyler Brooke bólgnaði verulega í andliti og augu hans urðu mjög blóðhlaupin. Vísir
Ellefu ára breskur drengur er alvarlega slasaður eftir að hafa reynt að leika eftir vinsælt Youtube myndband. Hann sat í hringekju á meðan vespa var notuð til að snúa henni á mjög miklum hraða. Tyler Brooke féll í yfirlið og unga fólkið sem var með honum flúði og skyldi hann eftir.

Annar ungur drengur sem var þarna á ferðinni kom að Brooke og hringdi eftir sjúkrabíl.

Samkvæmt Guardian er Brooke verulega bólginn í andliti eftir að mikið blóð fluttist til höfuðs hans vegna þess gífurlega miðflóttarafls sem felst í snúningum sem þessum. Hann var þar að auki í mikilli hættu á að fá blóðtappa.





Móðir Brooke segir á Facebook að læknarnir sem komu honum til aðstoðar hafi aldrei séð annað eins og þeir hafi þurft að lesa sig sérstaklega til áður en þeir sinntu honum.

Hún kallar „svokallaða vini“ Brooke drullusokka fyrir að hafa hlegið þegar það leið yfir hann og fyrir að hafa skilið hann eftir. Í færslunni deilir hún stuttu myndbandi af atvikinu þar sem heyra má stúlku hlæja þegar það líður yfir Brooke.

Móðir Brooke segist ekki hafa birt færsluna og myndbandið til að fá vorkun. Þess í stað segist hún vonast til þess að ungt fólk sjái þetta og reyni aldrei að leika þetta eftir.

„Ég hefði auðveldlega geta misst son miinn í kvöld og ég vil ekki að nokkurt annað foreldri þurfi að ganga í gegnum það sem við í fjölskyldunni erum að ganga í gegnum.

Lögreglan í Nottingham, þar sem atvikið átti sér stað, er með málið til rannsóknar og hefur kallað eftir vitnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×