Erlent

Fyrsta banvæna hákarlaárás Massachusetts í 82 ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Baðströndum á svæðinu hefur verið lokað um tíma.
Baðströndum á svæðinu hefur verið lokað um tíma. Vísir/AP
Maður sem var á sundi við Þorskhöfða í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær dó eftir að hann varð fyrir árás hákarls. Talið er að þetta sé fyrsta banvæna hákarlaárás ríkisins í rúm 80 ár. Vitni segja hann hafa verið á sundbretti með vini sínum í um 30 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hákarl réðst á hann.

Maðurinn, sem hét Arthur Medici og var 26 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Það hefur ekki verið staðfest af réttarmeinafræðingi að hákarl hafi ráðist á hann en vitni tala um hákarlaárás og yfirmaður baðstrandamála á svæðinu sagði CNN að sár hans hefðu litið út eins og hákarl hefði bitið hann.



CNN segir sömuleiðis að fleiri hákarlar sjáist í sjónum á svæðinu og tengsl séu á milli þess og fjölgun sela.

61 árs gamall maður var bitinn í fótinn í síðasta mánuði, en síðasta banvæna hákarláárásin á svæðinu átti sér stað árið 1936. Árásir sem þessar eru einstaklega sjaldgæfar en þrátt fyrir það hefur baðströndum á svæðinu verið lokað um tíma.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×