Viðskipti innlent

Fimmtíu milljóna hagnaður hjá Hlölla

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Góður gangur á Hlölla. Besta afkoma um árabil í fyrra.
Góður gangur á Hlölla. Besta afkoma um árabil í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór
Hagnaður Hlöllabáta ehf., sem rekur skyndibitastaðinn Hlölla á Höfðanum, jókst um ríflega 45 prósent milli ára og nam 51,5 milljónum króna á síðasta ári.

Hlölli seldi sína landsfrægu samlokubáta og veitingar fyrir ríflega 213,7 milljónir í fyrra. Síðasta ár var það besta um árabil hjá félaginu hvað afkomu varðar. Í skýrslu stjórnar er lagt til að greiddur verði út arður á árinu 2018 allt að þeirri upphæð sem lög leyfa.

Í fyrra greiddi stjórnin út 30 milljónir króna í arð til eigenda sem er félagið Ergosspa ehf. sem aftur er í eigu systkinanna Róberts Árna og Málfríðar Evu Jörgensen.

Eignir félagsins námu í árslok 2017 111 milljónum króna og eigið fé var 57,5 milljónir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×