Viðskipti innlent

FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Vestmanneyjum hvar Vinnslustöðin er til húsa.
Frá Vestmanneyjum hvar Vinnslustöðin er til húsa. Vísir/Pjetur
FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er níu milljarðar og fjögur hundruð milljónir krónur.

Í tilkynningu frá FISK-Seafood kom fram að samningurinn verði sendur Samkeppniseftirlitinu.

Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.

Guðmundur Kristjánsson á meirihlutann í Brim hf. en félagið keypti nýverið rúmlega 37 prósenta hlut í útgerðarfélaginu HB Granda.

Fyrr í mánuðinum gerði HB Grandi samning um kaup á öllu hlutfé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. en seljandinn var Brim hf. Nemur kaupverðið 12,3 milljörðum króna. Eru viðskiptin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur þau til skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×