Ekki loka Krýsuvík Steinunn Baldursdóttir skrifar 4. september 2018 15:21 Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun