Bandaríkin hóta óbeint hernaði í Sýrlandi á meðan leiðtogar þinga í Teheran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:21 Fjöldi hópa uppreisnar- og vígamanna halda til í Idlib og hafa margir þessara hópa verið skilgreindir sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjastjórn segir leyniþjónustu sína búa yfir upplýsingum sem sýni að sýrlenski stjórnarherinn sé að undirbúa efnavopnaárás í Idlib héraði. Það er síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu en þar eru einnig um tvær milljónir almennra borgara. Ljóst er að þessar upplýsingar eru ætlaðar sem innlegg í leiðtogafund Rússa, Írana og Tyrkja sem fer nú fram í Teheran, höfuðborg Írans. Tilefni fundarins er að ákveða næstu skref í Idlib. Sýrlendingar, Íranar og Rússar vilja helst teppasprengja svæðið og senda innrásarlið til að knésetja síðustu hersveitir uppreisnarmanna. Loftárásir eru þegar hafnar. Tyrkir hafa hins vegar mikilla hagsmuna að gæta. Innrás í Idlib myndi hafa í för með sér mikla hörmungar og óttast Erdogan Tyrklandsforseti að flóttamenn streymi þaðan yfir landamærin til Tyrklands. Honum er því mikið í mun að leysa málið við samningaborðið og sannfæra uppreisnarhópa um að leggja niður vopn. Bandaríkjamenn hafa engan trúverðugleika við það samningaborð og yfirlýsingar þeirra um yfirvofandi efnavopnahernað líklega ætlaðar til að hafa áhrif á ferlið. Bandaríkin hafa áður hótað íhlutun ef slíkum vopnum yrði beitt og með þessu tali um efnavopn eru þarlend stjórnvöld í raun að minna á hernaðarmátt sinn. Tengdar fréttir Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22 Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05 Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Bandaríkjastjórn segir leyniþjónustu sína búa yfir upplýsingum sem sýni að sýrlenski stjórnarherinn sé að undirbúa efnavopnaárás í Idlib héraði. Það er síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu en þar eru einnig um tvær milljónir almennra borgara. Ljóst er að þessar upplýsingar eru ætlaðar sem innlegg í leiðtogafund Rússa, Írana og Tyrkja sem fer nú fram í Teheran, höfuðborg Írans. Tilefni fundarins er að ákveða næstu skref í Idlib. Sýrlendingar, Íranar og Rússar vilja helst teppasprengja svæðið og senda innrásarlið til að knésetja síðustu hersveitir uppreisnarmanna. Loftárásir eru þegar hafnar. Tyrkir hafa hins vegar mikilla hagsmuna að gæta. Innrás í Idlib myndi hafa í för með sér mikla hörmungar og óttast Erdogan Tyrklandsforseti að flóttamenn streymi þaðan yfir landamærin til Tyrklands. Honum er því mikið í mun að leysa málið við samningaborðið og sannfæra uppreisnarhópa um að leggja niður vopn. Bandaríkjamenn hafa engan trúverðugleika við það samningaborð og yfirlýsingar þeirra um yfirvofandi efnavopnahernað líklega ætlaðar til að hafa áhrif á ferlið. Bandaríkin hafa áður hótað íhlutun ef slíkum vopnum yrði beitt og með þessu tali um efnavopn eru þarlend stjórnvöld í raun að minna á hernaðarmátt sinn.
Tengdar fréttir Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22 Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05 Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22
Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05
Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57