Þrettán ár síðan að Newcastle eyddi mest í einn leikmann: Metið sem stendur enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Michael Owen kynntur til leiks sem nýr leikmaður Newcastle fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Getty Stóru fótboltafélög heimsins eru flest vön því að slá metið yfir dýrasta leikmann félagsins á hverju ári. Verð fótboltamanna hefur hækkað ótrúlega síðustu ár og því er það stórmerkilegt að met eins liðs í ensku úrvalsdeildinni sé orðið þrettán ára gamalt. Í dag 30. ágúst eru nefnilega liðin heil þrettán ár síðan að Newcastle United gerði Michael Owen að dýrasta leikmanni félagsins.#OnThisDay in 2005 Michael Owen passed a medical at Newcastle ahead of becoming the club's record signing. 13 years on, that £17m fee is STILL the #NUFC transfer record... pic.twitter.com/MAxuEsiHCa — Match of the Day (@BBCMOTD) August 30, 2018Á þessum degi árið 2005 þá keypti Newcastle United Michael Owen frá spænska stórliðinu Real Madrid fyrir sautján milljónir punda. Owen tók þar með titilinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Newcastle af Alan Shearer og hefur haldið honum síðan. Shearer hafði verið sá dýrasti hjá félaginu í níu ár. Michael Owen sló í gegn sem leikmaður Liverpool frá 1996 til 2004 en hafði verið í eitt tímabil hjá Real Madrid. Liverpool vildi kaupa Owen aftur en var ekki tilbúið að borga svona mikið fyrir hann. Real Madrid keypti hann á átta milljónir punda frá Liverpool um miðjan ágúst 2004 eða aðeins rúmum tólf mánuðum fyrr.On this day in 2005, Newcastle signed Michael Owen for a club record £17m... And he is still their record signing, 13 years later... pic.twitter.com/fztabuclbQ — TheFootballRepublic (@TheFootballRep) August 30, 2018Michael Owen bryjaði vel hjá Newcastle og skoraði 7 mörk í fyrstu 8 deildarleikjunum en varð svo fyrir því að ristarbrotna og lék aðeins einn leik til viðbótar á leiktíðinni. Owen sleit síðan krossband í fyrsta leik Englands á HM 2006 og missti af nær öllu 2006-07 tímabilinu. Owen lék tvö tímabil í viðbót með Newcastle, skoraði 11 mörk í 29 leikjum 2007-08 og 8 mörk í 28 leikjum 2008-09. Þegar fimm ára samningur Michael Owen rann út þá samdi hann við Manchester United og spilaði þar næstu tímabil. Hann lagði svo skóna á hilluna sem leikmaður Stoke City eftir 2012-13 tímabilið.Dýrustu leikmennirnir í sögu Newcastle United: 1. Michael Owen, frá Real Madrid - 17 milljónir punda 2005 2. Alan Shearer, frá Blackburn Rovers - 15 milljónir punda 1996 3. Georginio Wijnaldum, frá PSV Eindhoven - 14,5 milljónir pund 2014 4. Aleksandar Mitrovic, frá RSC Anderlecht - 13 milljónir pund 2014 5. Florian Thauvin, frá Olympique Marseille - 13 milljónir pund 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00 Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Stóru fótboltafélög heimsins eru flest vön því að slá metið yfir dýrasta leikmann félagsins á hverju ári. Verð fótboltamanna hefur hækkað ótrúlega síðustu ár og því er það stórmerkilegt að met eins liðs í ensku úrvalsdeildinni sé orðið þrettán ára gamalt. Í dag 30. ágúst eru nefnilega liðin heil þrettán ár síðan að Newcastle United gerði Michael Owen að dýrasta leikmanni félagsins.#OnThisDay in 2005 Michael Owen passed a medical at Newcastle ahead of becoming the club's record signing. 13 years on, that £17m fee is STILL the #NUFC transfer record... pic.twitter.com/MAxuEsiHCa — Match of the Day (@BBCMOTD) August 30, 2018Á þessum degi árið 2005 þá keypti Newcastle United Michael Owen frá spænska stórliðinu Real Madrid fyrir sautján milljónir punda. Owen tók þar með titilinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Newcastle af Alan Shearer og hefur haldið honum síðan. Shearer hafði verið sá dýrasti hjá félaginu í níu ár. Michael Owen sló í gegn sem leikmaður Liverpool frá 1996 til 2004 en hafði verið í eitt tímabil hjá Real Madrid. Liverpool vildi kaupa Owen aftur en var ekki tilbúið að borga svona mikið fyrir hann. Real Madrid keypti hann á átta milljónir punda frá Liverpool um miðjan ágúst 2004 eða aðeins rúmum tólf mánuðum fyrr.On this day in 2005, Newcastle signed Michael Owen for a club record £17m... And he is still their record signing, 13 years later... pic.twitter.com/fztabuclbQ — TheFootballRepublic (@TheFootballRep) August 30, 2018Michael Owen bryjaði vel hjá Newcastle og skoraði 7 mörk í fyrstu 8 deildarleikjunum en varð svo fyrir því að ristarbrotna og lék aðeins einn leik til viðbótar á leiktíðinni. Owen sleit síðan krossband í fyrsta leik Englands á HM 2006 og missti af nær öllu 2006-07 tímabilinu. Owen lék tvö tímabil í viðbót með Newcastle, skoraði 11 mörk í 29 leikjum 2007-08 og 8 mörk í 28 leikjum 2008-09. Þegar fimm ára samningur Michael Owen rann út þá samdi hann við Manchester United og spilaði þar næstu tímabil. Hann lagði svo skóna á hilluna sem leikmaður Stoke City eftir 2012-13 tímabilið.Dýrustu leikmennirnir í sögu Newcastle United: 1. Michael Owen, frá Real Madrid - 17 milljónir punda 2005 2. Alan Shearer, frá Blackburn Rovers - 15 milljónir punda 1996 3. Georginio Wijnaldum, frá PSV Eindhoven - 14,5 milljónir pund 2014 4. Aleksandar Mitrovic, frá RSC Anderlecht - 13 milljónir pund 2014 5. Florian Thauvin, frá Olympique Marseille - 13 milljónir pund 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00 Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00
Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00