Erlent

Skrifa flugupplýsingar á tússtöflur vegna bilunar á Gatwick

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þegar tæknin bilar er gripið til ýmissa ráða.
Þegar tæknin bilar er gripið til ýmissa ráða. Mynd/Edmund von der Burg

Flugvallarstarfsmenn Gatwick-flugvallar á Englandi hafa þurft að nota tússtöflur til þess að koma upplýsingum um komur og brottfarir á flugvellinum til skila vegna bilunar í upplýsingaskjám á flugvellinum fyrr í dag. Farþegar á flugvellinum segja mikla óreiðu einkenna ástandið á flugvellinum.

Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast.

Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma.

Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.