Viðskipti innlent

Rekstrarhagnaður Reita eykst

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Miklar breytingar eru fyrirhugaðar við Kringluna.
Miklar breytingar eru fyrirhugaðar við Kringluna. Fréttablaðið/Eyþór
Rekstrarhagnaður Reita á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil 2017 jókst um 3,6 prósent og nam 3.731 milljón króna. Leigutekjur á fyrri helmingi ársins 2018 námu 5.578 milljónum króna samanborið við 5.282 milljónir á síðasta ári. Gert er ráð fyrir því að rekstrarhagnaður ársins verði á bilinu 7.450 til 7.600 milljónir króna.

„Undanfarin misseri hafa einkennst af stöðugleika, háu leiguhlutfalli og ágætum vexti tekna,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, í tilkynningu í tengslum við uppgjör fyrri árshelmings.

Í byrjun september er gert ráð fyrir að kaup Reita á Vínlandsleið ehf. gangi í gegn. Umfang kaupanna er 5.900 milljónir króna en um er að ræða 18 þúsund fermetra húsnæði í fullri útleigu.

Kringlan er sem fyrr verðmætasta eign Reita en á svæðinu er nú gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu með blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×