Viðskipti innlent

Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skeljungur sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun fyrr í dag.
Skeljungur sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun fyrr í dag. Fréttablaðið/Gva
Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. Félagið sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun fyrir opnun markaða í dag.

Í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar segir að útlit sé fyrir að hagnaður ársins fyrir skatta og fjármagnsliði verði 3,1-3,3 milljarðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 2,8 til þrír milljarðar króna.

„Helsta ástæða fyrir betri afkomu á fyrri helmingi ársins en gert hafði verið ráð fyrir helgast af betri afkomu af eldsneytissölu. Meiri sala var á flugeldsneyti og á eldsneyti til erlendra skipa en gert hafði verið ráð fyrir. Þá hefur áætlun félagsins fyrir seinni hluta ársins verið hækkuð í takt við betri horfur,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×