Enn ekki vitað hvenær 128 börn komast inn á leikskóla í Rekjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 19:15 Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27