Enski boltinn

Neville: United þarf svona leik

Dagur Lárusson skrifar
Gary Neville.
Gary Neville. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky, segir nauðsynlegt að Manchester United eigi frábæra frammistöðu í kvöld gegn Tottenham.

 

Manchester United hefur verið mikið milli tannanna á fólki í vikunni eftir tap liðsins gegn Brighton síðustu helgi og hefur José Mourinho verið gagnrýndur harðlega. Neville segir að liðið þurfi að stórri frammistöðu að halda til þess að komast aftur á réttu brautina.

 

„Það eru allir að einblína á neikvæðu hlutina hjá Manchester United eins og er,“ sagði Neville.

 

„Ég held að svona leikur er einmitt sem þeir þurfa. Þeir þurfa stóran leik, þeir þurfa stóra andstæðinga og Tottenham hafa verið léttir andstæðingar á Old Trafford síðustu árin.“  

 

„Ég býst við því að allir munu horfa á leikinn í þeirri von að United muni tapa, svo að staða liðsins verði ennþá verri.“

 

„Þetta er nokkurn veginn tilfinningin í kringum félagið á þessum tímapunkti, og frammistaða liðsins er ekkert að hjálpa.“

 

„Við getum talað um viðtölin hjá José og fréttamannafundina, mistökin sem hann hefur gert en það eina sem getur komið liðinu aftur á réttu brautina er sigur og stór frammistaða, leikmennirnir munu vera með þetta í hausnum í dag.“

 

„Liðsmenn Tottenham þurfa að mæta að krafti í leikinn og ef þeir gera það þá verður þetta góður leikur,“ endaði Neville á að segja.   

 


Tengdar fréttir

United þarf að borga rúman milljarð til að reka Mourinho

Sæti Jose Mourinho er orðið mjög heitt og verður hann fyrsti stjórinn til þess að missa starf sitt í vetur ef marka má veðbanka á Englandi. Gangi það eftir mun veski forráðamanna Manchester United léttast umtalsvert því það mun kosta fúlgur fjár að reka Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×