Lífið

Fékk „brjálæðislegan niðurgang“ eftir að hafa neitað Trump um „sjálfu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sia vildi ekki að aðdáendur sínir héldu að hún væri sömu skoðunar og Bandaríkjaforseti.
Sia vildi ekki að aðdáendur sínir héldu að hún væri sömu skoðunar og Bandaríkjaforseti.
Hin leyndardómsfulla söngkona og textahöfundur Sia Furler staðfesti í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Rolling Stone að hún hefði neitað Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um „sjálfu“ vegna þess að hún hafi ekki viljað móðga aðdáendur sína sem væru annað hvort hinsegin eða mexíkóskir.

Sia lýsir atvikinu á þá leið að árið 2015, þegar Trump var ekki enn orðinn forseti, hafi hann farið baksviðs eftir tónleika með Siu ásamt Ivönku, dóttur sinni.

Hann á að hafa beðið Siu um að taka sjálfsmynd með feðginunum.

„Við verðum að fá mynd saman!“ hrópaði Trump.

Sia segir frá því að hún hafi þá hikandi spurt á móti: „Væri þér sama ef við myndum sleppa því? Ég á nefnilega marga aðdáendur sem eru hinsegin og mexíkóskir og ég vil ekki að þeir haldi að ég styðji þín sjónarmið,“ útskýrði Sia.

Hún segir að Trump hafi alls ekki tekið höfnuninni illa. „Ó, ekkert mál. Þá skulum við ekki gera það,“ á Trump að hafa sagt. Sia tekur fram að hann hafi hvorki virst reiður né sár.

Sia segist vera afskaplega meðvirk og að atvikið hafi tekið á hana. Hún hafi þakkað honum pent fyrir skilninginn og farið aftur inn í búningsherbergið sitt „og fengið brjálæðislegan niðurgang,“ segir Sia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×