Enski boltinn

Mourinho: Ég er þjálfari, ekki stjóri

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að fréttamenn ættu ekki að kalla hann stjóra United lengur heldur frekar yfirþjálfara liðsins.

 

Mourinho var ekki alls ekki sáttur við Ed Woodward og framkvæmdastjórn félagsins eftir sumargluggann en Mourinho segist ekki hafa fengið þá leikmenn sem hann vildi og því er hægt að gera ráð fyrir því að það sé hægt að rekja þessi ummæli hans til þess.

 

„Við verðum að venjast því að spila gegn liðum sem eru með jafn mikil gæði og við. Gleymið nafninu á liðinui, sögunni og treyjunni. Öll liðin eru góð í þessari deild.”

 

„Fótboltinn er stöðugt að breytast. Knattspyrnustjórar eins og ég ættu eflaust frekar að vera kallaðir yfirþjálfarar. Við erum allir með stórt þjálfarateymi og ég tel að við séum meira þjálfarar heldur en stjórar nú til dags.”

 

Það var nokkuð augljóst að Mourinho vildi fá varnarmann til liðsins í sumar en hann fékk hann þó ekki.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×