Innlent

Lögreglan hýsti göngumennina í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þoka og vindur torvelduðu gönguferð Bretanna.
Þoka og vindur torvelduðu gönguferð Bretanna. VÍSIR/VILHELM
Hæglega gekk að bjarga gönguhópnum sem lenti í hrakningum á Esjunni í nótt. Um var að ræða fjóra Breta í kringum tvítugt sem lentu í ógöngum eftir að þoka og hvassviðri settu strik í reikninginn upp úr miðnætti.

Björgunarsveitir voru sendar upp á Esju og fundu mennina skammt frá Hábungu. Eftir að þeim hafði verið fylgt niður voru mennirnir fluttir á lögreglustöðina á Vínlandsleið þar sem þeir hafa varið nóttinni.

Sjá einnig: Göngumenn í vanda á Esjunni

Að sögn talsmanns Landsbjargar var það þó ekki vegna þess að þeir komust í kast við lögin. Það hafi einfaldlega verið óljóst hvert mennirnir ætluðu sér að fara eftir björgunina og ákvað lögreglan því að veita þeim húsaskjól í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×