Viðskipti erlent

Google fylgist með notendum í leyfisleysi

Bergþór Másson skrifar
Tæknirisinn Google.
Tæknirisinn Google. Vísir/Getty

Rannsókn fréttastofunnar AP segir frá því að tæknirisinn Google geti staðsett notendur sína þrátt fyrir að þeir hafi falið staðsetningu sína og beðið sérstaklega um að ekki yrði fylgst með þeim. Fleiri en tveir milljarðar nota Google í snjallsíma sínum, í leitar- eða kortatilgangi.

Rannsóknin, sem leiðir í ljós að staðsetning Google notenda sé skrásett óumbeðið, er viðurkennd af rannsóknarfólki Princeton háskóla.

Til þess að Google hætti að skrá staðsetningu notenda sinna þurfa þeir sjálfir að stilla það í snjallsíma sínum.

Talsmenn Google segja að fyrirtækið útskýri staðsetningartækni sína vel og gefi notendum skýrar leiðbeiningar hvernig eigi að slökkva á henni.

Hér er hægt að lesa nánar um rannsókn AP.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.