Menning

Bókmenntafólk frá Svíþjóð komið í heimsókn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ég var bara eins og stjarna,“ segir Davíð um dvöl sína í Åmål í fyrra.
"Ég var bara eins og stjarna,“ segir Davíð um dvöl sína í Åmål í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink
Fjölmennur samráðsfundur um bókmenntir og bókmenntahátíðir verður haldinn í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í kvöld. Davíð Stefánsson skáld hefur skipulagt fundinn.

„Þetta er í raun fagfundur,“ segir hann. „Tilefnið er það að hér á landi eru staddir góðir gestir frá Svíþjóð, þau Anita Alexanderson og Victor Estby frá sænsku sumarbókmenntahátíðinni Bokdagar i Dalsland. Þau sjá auk þess um umfangsmikla starfsemi í Västra Götaland þar sem rithöfundum er boðið til dvalar.“



Victor Estby og Anita Alexanderson ætla til dæmis að upplifa Menningarnótt.
Davíð segir Anitu hafa verið annan tveggja stofnenda bókmenntahátíðarinnar Bokdagar i Dalsland árið 2000.

„Hátíðin hefur vaxið stöðugt síðan og Victor tók við stjórnartaumunum í fyrra. Hún er hins vegar kjarnorkukona og hvergi nærri hætt, heldur starfar áfram sem alþjóðlegur tengiliður bókmenntafólks og bókmenntahátíða á Norðurlöndunum og í Evrópu allri.“

Sjálfur kveðst Davíð hafa dvalið í þrjár vikur í fyrra á vegum þessa heiðursfólks í borginni Åmål, að skrifa skáldsögu.

„Áhugi þeirra Anitu og Victors á Íslandi er mikill. Ég stakk upp á að þau kæmu hingað í heimsókn á Menningarnótt og það varð úr. Reyndar er rosalega mikill Íslandsáhugi í Svíþjóð almennt. „Ég var bara eins og stjarna og Einar Már er eins og súperstjarna þar.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×