Lífið

Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt

Frá garðpartýinu í fyrra þegar sólin skein á tónleikagesti.
Frá garðpartýinu í fyrra þegar sólin skein á tónleikagesti. Vísri/Andri Marinó Karlsson
Árlegt garðpartý Bylgjunnar fyrir alla fjölskylduna fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar.

Gestir geta notið grillmatar, heitrar súpu, kaldra drykkja og auðvitað tónlistarveislu á tveimur samliggjandi sviðum frá HljóðX í tæpar fimm klukkustundir.

Hljómskálagarðurinn með sinni stóru grasflöt býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Þar eru leiktæki fyrir börnin og allir fá gott að borða á meðan birgðir endast.

Dagskráin er eftirfarandi

kl. 18:15 Karma Brigade

kl. 18:50 Raven

kl. 19:25 Stjórnin

kl. 20:10 Bubbi Morthens og DIMMA

kl. 20:50 Helgi Björnsson

kl. 21:35 Amabadama

kl. 22:15 Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar)

Að tónleikunum loknum hafa tónleikagestir nægan tíma til að rölta í áttina að Kvosinni til að missa ekki af flugeldasýningunni.

Beina útsendingu frá tónleiknum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×