Lífið

Stjörnufans á Suðureyri þegar Saga og Snorri gengu í það heilaga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir hafa verið par í nokkur ár.
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir hafa verið par í nokkur ár. VÍSIR/ANTON/DANÍEL
Stjörnuparið Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason gekk í dag í það heilaga. Brúðkaup þeirra fór fram í blíðskaparveðri á Suðureyri.

Öllu var tjaldað til og kom fjöldi fólks saman til þess að fagna með parinu. Saga og Snorri eru mörgum Íslendingum góðkunn en Saga er með þekktustu grínistum landsins en Snorri er tónlistarmaður og gerði garðinn meðal annars frægan með Sprengjuhöllinni.

Brúðkaupið var stjörnum prýtt og meðal þeirra þjóðþekktu einstaklinga sem gerðu sér ferð til að fagna með hinum nýgiftu hjónum voru grínistarnir í Mið-Íslandi, söngvarinn Valdimar, samfélagsmiðlastjarnan Berglind Festival, leikarinn og grínistinn Steindi Jr. og margir fleiri.

Hægt er að sjá Instagram-myndir brúðkaupsgesta undir myllumerkinu #algjörgifting.

 
#ALGJÖRGIFTING Snorri & Saga 18. ágúst 2018 - Suðureyri

A post shared by Baldur Kristjáns (@baldurkristjans) on Aug 18, 2018 at 12:45pm PDT

 
Ég er í brúðkaupsveislu og það er rosa gaman. #algjörgifting

A post shared by Valdimar Gudmundsson (@valdimar85) on Aug 18, 2018 at 2:31pm PDT

 
Ég að kyssa geggjaða gellu #algjörgifting

A post shared by Steindi jR (@steindijr) on Aug 18, 2018 at 2:52pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×