Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Þingvangi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þingvangur var stofnað árið 2006.
Þingvangur var stofnað árið 2006. Vísir/Vilhelm

Verktakafyrirtækið Þingvangur, sem Pálmar Harðarson er í forsvari fyrir, hagnaðist um tæpar 92 milljónir króna í fyrra. Dróst hagnaðurinn saman um 87 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 695 milljónum.

EBITDA Þingvangs – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta –var 65,5 milljónir króna í fyrra borið saman við 176 milljónir árið 2016, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur af venjulegri starfsemi námu um 1.024 milljónum króna í fyrra og drógust saman um 35 prósent á milli ára og þá voru rekstrargjöldin um 959 milljónir á árinu. Lækkuðu rekstrargjöldin um 32 prósent frá fyrra ári.

Þingvangur átti eignir upp á 17,4 milljarða króna í lok síðasta árs borið saman við 13,4 milljarða eignir í lok árs 2016. Var eigið fé félagsins um 677 milljónir og handbært fé 61 milljón í árslok 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.