Lífið

Nashyrningur réðst á bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn dýragarðsins reyndu að ná athygli karldýrsins.
Starfsmenn dýragarðsins reyndu að ná athygli karldýrsins.
Fjölskylda í dýragarði í Mexíkó komst í hann krappan á mánudaginn þegar nashyrningur réðst á bíl þeirra. Dýrið stakk horni sínum nokkrum sínum í bílinn og kastaðist hann til við höggin. Fjölskyldunni tókst þó að keyra á brott en nashyrningurinn elti bílinn um skeið.

Atvikið átti sér stað í Africam Safari garðinum í Puebla. Í tilkynningu frá garðinum segir að nashyrningurinn hafi ráðist á bílinn til þess að reyna að ná athygli kvenkyns nashyrnings á svæðinu sem er á lóðarí.

Karldýrið hefur verið flutt af svæðinu þar til lóðaríið er yfirstaðið.

Samkvæmt ABC voru meðlimir fjölskyldunnar verulega hræddir á meðan á árásinni stóð. Hins vegar hafi upplifunin úr garðinum verið jákvæð og þau muni aldrei gleyma ferðinni, eðlilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×