Enski boltinn

Liverpool lék sér að Napoli í Dublin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Liverpool lék sér að Napoli
Liverpool lék sér að Napoli vísir/getty
Liverpool lítur vel út í aðdraganda ensku úrvalsdeildarinnar en liðið lék á als oddi í dag þegar þeir mættu Napoli í Dublin.

Bæði lið stilltu upp sterku byrjunarliði þó skærasta stjarna Napoli, Dries Mertens, hafi verið fjarri góðu gamni.

Liverpool gaf tóninn strax í byrjun því þeir James Milner og Gini Wijnaldum skoruðu eitt mark hvor á fyrstu 10 mínútum leiksins. Staðan í leikhléi 2-0.

Í síðari hálfleik var Liverpool áfram sterkari aðilinn og mörk frá þeim Mo Salah, Daniel Sturridge og Alberto Moreno tryggðu Liverpool stórsigur, 5-0.

Liverpool á eftir að leika einn æfingaleik áður en að ensku úrvalsdeildinni kemur þar sem liðið fær Torino í heimsókn á Anfield næstkomandi þriðjudag. Liðið mætir svo West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×