Erlent

Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu

Atli Ísleifsson skrifar
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en afturkölluð nokkrum tímum síðar.
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en afturkölluð nokkrum tímum síðar. Vísir/Getty
Uppfært 21:33: Sky News greinir frá því að staðfest sé að 82 hafi farist í skjálftanum.



Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. Mikil ringulreið varð meðal ferðamanna og heimamanna, en skjálftinn fannst vel á ferðamannaeyjunni Bali skammt frá.

Erlendir fjölmiðlar segja frá því að þúsundir á Lombok hafi flúið úr húsum sínum þegar skjálftinn varð. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en afturkölluð nokkrum tímum síðar.

Skjálftinn varð viku eftir að annar skjálfti reið yfir Lombok þar sem sextán manns fórust. Fyrri skjálftinn var 6,4 að stærð.

Lombok er vinsæll ferðamannastaður, þekktur fyrir fallegar gönguleiðir og strendur. Fjölmargar byggingar í Mataram, helstu borg Lombok, hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst og hefur rafmagnsleysi víða orðið vart.

Upptök skjálftans voru undan norðurströnd eyjunnar á tíu kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×