Lífið

Robert Redford sest í helgan stein

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
The Old Man & The Gun verður síðasta kvikmynd Roberts Redford á hvíta tjaldinu.
The Old Man & The Gun verður síðasta kvikmynd Roberts Redford á hvíta tjaldinu. Vísir/getty
Bandaríski leikarinn Robert Redford hefur ákveðið að kvikmyndin The Old Man & The Gun verði hans síðasta því hann ætli sér að setjast í helgan stein eftir að hafa starfað innan kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood í rúm 60 ár.

„Aldrei segja aldrei, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé komið gott í leiklistinni. Eg hef ráðgert að fara á eftirlaun því ég er búinn að gera þetta frá því ég var 21 árs. Ég hugsaði með mér, jæja, þetta er nóg. Af hverju ekki að kveðja með kvikmynd sem er mjög upplífgandi og jákvæð?“ segir Redford í samtali við Entertainment Weekly.

Síðast lék Redford á móti Jane Fonda í kvikmyndinni Our Souls at Night en The Old Man & The Gun fjallar um bankaræningja sem brýst út úr fangelsi. Kvikmyndin kemur út 28. september.

Redford hefur verið á meðal fremstu leikara í Hollywood og leikið í kvikmyndum á borð við All the President‘s Men (1985), Out of Africa (1985) og Brubaker (1980) og þá hefur hann hlotið óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn kvikmyndarinnar Ordinary People (1980).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×