Gjörningur í kirkjunni í Hrísey hryggir íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Snorri Ásmundsson heldur guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. „Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira