Enski boltinn

Eyðslumet falla víða í ensku úrvalsdeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jefferson Lerma ásamt Eddie Howe, stjóra Bournemouth
Jefferson Lerma ásamt Eddie Howe, stjóra Bournemouth vísir/getty
Lokað verður fyrir félagaskipti á Englandi á morgun, sólarhring áður en flautað verður til leiks á Old Trafford þar sem opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á milli Man Utd og Leicester United.

Mörg félög hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á síðasta sólarhring hafa bæði Bournemouth og Wolves fest kaup á dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Bournemouth gekk frá kaupum á kólumbíska landsliðsmanninum Jefferson Lerma fyrir 25 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Bournemouth en Nathan Ake átti metið eftir að hafa verið keyptur fyrir 20 milljónir punda í fyrra.

Lerma þessi er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Levante í spænska boltanum undanfarin þrjú ár.

Fyrrum ungstirni Barcelona til ÚlfannaNýliðar Wolves festu í dag kaup á kantmanninum knáa Adama Traore en hann kemur til félagsins frá enska B-deildarliðinu Middlesbrough.

Úlfarnir borga 18 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla Spánverja sem kom fyrst í enska boltann til Aston Villa en hann kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona þar sem hann náði að leika einn aðalliðsleik, aðeins 17 ára gamall.

Úlfarnir mæta með mikið breytt lið til leiks eftir að hafa unnið B-deildina á síðustu leiktíð en á meðal leikmanna sem þeir hafa fengið í sumar má nefna Joao Moutinho, Rui Patricio og Raul Jimenez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×