Forstjóri Kauphallarinnar segir koma til greina að miðla upplýsingum um hluthafa í samstarfi við félög Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 18:30 Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Vísir/ÞÞ Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll. Persónuvernd Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll.
Persónuvernd Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira