Erlent

Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þotan var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Þetta er ekki þotan sem var skotin niður.
Þotan var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Þetta er ekki þotan sem var skotin niður. Vísir/Getty
Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður.

Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn.

Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins.

Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.

Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.



Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar.

Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum.


Tengdar fréttir

Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi

Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×