Íslenski boltinn

Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði sigurmark KR á móti gríðarlegum mikilvægum 1-0 sigri á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið en með stigunum þremur komst KR aftur í baráttuna um Evrópusæti.

Óskar Örn er nú búinn að skora fimmtán tímabil í röð í efstu deild eða síðan hann kom fyrst í deild þeirra bestu með Grindavík árið 2004. Hann er í heildina búinn að skora 65 mörk fyrir KR og Grindavík í efstu deild í 265 leikjum.

„Þetta er risastórt afrek fyrir frábæran leikmann,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og sérfræðingur Pepsi-markanna, Njarðvíkinginn sem hefur hrellt varnarmenn í hálfan annan áratug.

„Það eina sem ég veit er, að þegar ég þjálfaði leikni og var aðstoðarþjálfari Vals hataði ég að spila á móti Óskari,“ bætti hann við.

„Þetta er ótrúlegur leikmaður og ég óska honum til hamingju með þetta en hann má alveg skora meira í ár. Það er enginn aldur á þessum gæja,“ sagði Freyr.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×