Íslenski boltinn

Heiðruðu mömmur leik­manna á sér­stakan hátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK stelpurnar voru kenndar við mæður sínar þegar byrjunarliðið var gefið út fyrir síðasta leik.
HK stelpurnar voru kenndar við mæður sínar þegar byrjunarliðið var gefið út fyrir síðasta leik. @hkfotbolti

HK heiðraði mæður leikmanna sinna í gær þegar byrjunarliðið var tilkynnt á miðlum félagsins fyrir leik Kópavogsliðsins í Lengjudeildinni.

HK mætti þá Grindavík í annarri umferð en leikurinn fór fram á heimavelli Grindavíkurliðsins sem verður í sumar í Safamýrinni. Grindavík vann leikinn 1-0.

Una Rós Unnarsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu.

Mæðradagurinn var á sunnudaginn og HK ákvað því að breyta nöfnum leikmanna sinna þegar byrjunarliðið var gefið út á samfélagsmiðlum.

Í stað þess að leikmennirnir voru kenndar við föður sína þá voru þær kenndar við mæður sínar.

Í liðinu voru því sem dæmi Lísudóttir, Sigríðardóttir og Guðnýjardóttir í staðinn fyrir Einarsdóttir, Arnarsdóttir og Jóhannsdóttir.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðið eins og það var gefið út fyrir leikinn.

Byrjunarlið HK stelpnanna gegn Grindavík eins og það var gefið út fyrir leikinn.@HK Fótbolti

Byrjunarlið HK á vef KSÍ:

1 Payton Michelle Woodward (Markvörður)

2 Asha Nikole Zuniga

3 Olga Ingibjörg Einarsdóttir

4 Andrea Elín Ólafsdóttir

5 Valgerður Lilja Arnarsdóttir

6 Brookelynn Paige Entz

8 Lára Einarsdóttir

9 Elísa Birta Káradóttir

11 Ísabel Rós Ragnarsdóttir

17 Hugrún Helgadóttir

18 Birna Jóhannsdóttir (Fyrirliði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×