Innlent

Hvalveiðum mótmælt á Austurvelli: „Áfram er verið að drepa Langreyðar núna í kringum Ísland“

Bergþór Másson skrifar
Mótmælin í dag fyrir utan Alþingishúsið.
Mótmælin í dag fyrir utan Alþingishúsið. Vísir / Egill Aðalsteinsson
Samtök Grænmetisæta á Íslandi, Vegan samtökin og samtökin Hard to Port mótmældu í dag hvalveiðum á Íslandi á Austurvelli. Samtökin komu sér fyrir með kröfuspjöld fyrir utan Alþingishúsið. RÚV greinir frá þessu.

Blendingur langreyðar og steypireyðar var dreginn á land af skipum Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði þann 7. júlí síðastliðinn og vakti það mikla athygli erlendra fjölmiðla.

Sjá einnig: Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar.

Í tilkynningu Samtaka grænmetisæta á Íslandi kemur fram að afar sjaldgæf tegund hvals var drepinn og að „það sýnir afdráttarlaust hversu lítið eftirlit er með þessum veiðum og hversu kærulausir hvalveiðimenn komast upp með að vera.“

Einnig kemur fram í tilkynningunni að:„Áfram er verið að drepa Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári.“


Tengdar fréttir

Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land

Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×