Enski boltinn

Klopp um Shaqiri: „Óeðlilegt að aðlagast svona fljótt“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaqiri spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í gærkvöld
Shaqiri spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í gærkvöld Vísir/Getty
Xherdan Shaqiri skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu í 4-1 sigri Liverpool á Manchester United í vináttuleik í gærkvöld.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög sáttur með frammistöðu Svisslendingsins í leiknum og hversu fljótt hann aðlagaðist liðinu.

Shaqiri var keyptur til Liverpool í sumar og kom til baka úr sumarfríi síðasta miðvikudag.

„Þetta er ekki eðlilegt eftir bara fjóra daga með liðinu, að aðlagast leikstílnum svona hratt,“ sagði Klopp.

„Við vildum hjálpa honum aðeins, til þess að gera þetta auðveldara, og gáfum honum mikið frelsi inni á vellinum.“

„Frammistaðan var framar mínum vonum. Þetta var leikur sem var frekar auðvelt að koma inn í því við spiluðum mjög góðan fótbolta í 90 mínútur,“ sagði Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×