Enski boltinn

Silva íhugar að leggja landsliðsskóna á hilluna

Dagur Lárusson skrifar
David Silva.
David Silva. vísir/getty
David Silva, leikmaður Manchester City og spænska landsliðsins, segist vera að íhuga það að leggja landsliðsskónna á hilluna.

 

Silva hefur átt virkilega farsælan feril með spænska landsliðinu en hann hefur tvisvar sinnum orðið Evrópumeistari og einu sinni Heimsmeistari. HM í sumar fór þó ekki eins vel en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum gegn Rússum.

 

Silva segist nú ætla að taka sér tíma til þess að íhuga sína stöðu.

 

„Síðan HM endaði þá hef ég aðeins 100% verið að einbeita mér að nýfæddum syni mínum.“

 

„Ég fer aftur til Manchester á sunnudaginn og þá mun ég byrja að hugsa um fótbolta á ný. Í hreinskilni sagt þá veit ég það ekki hvort ég muni halda áfram að spila fyrir Spán, það er eitthvað sem ég mun þurfa að ákveða á næstu dögum og vikum og þegar ég sný aftur til Manchester City.“

 

„En eins og er þá er öll mín einbeiting á syni mínum, kærustu og fjölskyldu. Ég mun eflaust ráðfæra mig við annað fólk, eins og t.d. við Pep, en þegar allt kemur til alls þá mun þetta vera mín ákvörðun.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×