Erlent

Trump leggi niður vopnin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Wang Shouwen biðlar til Bandaríkjaforseta.
Wang Shouwen biðlar til Bandaríkjaforseta. Vísir/Getty
Wang Shouwen, undirráðherra viðskipta í Kína, hvatti Bandaríkjastjórn í gær til að „leggja niður vopnin“, það er að segja að afnema nýja tolla á kínverskar vörur svo hægt sé að ganga til viðræðna um viðskipti landanna. Shouwen bætti því við að „yfirgangsseggirnir“ í Bandaríkjunum hefðu hleypt af fyrsta skotinu í tollastríðinu.

Tollar hafa verið lagðir á tugi þúsunda vara eftir að Trump Bandaríkjaforseti hóf leikinn á dögunum. Wang sagði að tollastríðið ynni gegn hagsmunum bæði Bandaríkjanna og Kína, sem og heimsins alls.

Sagðist hann hafa átt von á því að viðræður undanfarið myndu verða til þess að koma í veg fyrir tolla­stríðið. „Viðræðurnar gengu vel, svo vel raunar að Bandaríkjamenn sögðust ætla að fresta tollastríðinu. En allt í einu tilkynntu þeir um nýja tolla,“ sagði Wang.




Tengdar fréttir

Stýra umfjöllun um tollastríðið

Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×