Erlent

Vopnahléi lýst yfir í Oromiya

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tók við embætti forsætisráðherra landsins í apríl.
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tók við embætti forsætisráðherra landsins í apríl. Vísir/Getty
Oromohreyfingin lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Afríkuríkinu Eþíópíu eftir að þing landsins tók hreyfinguna af lista yfir ólögleg hryðjuverkasamtök.

Hreyfingin hefur barist fyrir aukinni sjálfsstjórn Oromiya, stærsta ríkis Eþíópíu, frá árinu 1993 en var sett á fyrrnefndan lista fyrir tíu árum.

„Þessi tímabundna vopnahlésyfirlýsing mun leiða að varanlegum friðarsamningi við yfirvöld og endalokum þessarra átaka,“ sagði í yfirlýsingu sem hreyfingin sendi frá sér í gær.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×