Erlent

Grafreitshappdrætti í þýskum smábæ

Andri Eysteinsson skrifar
Berchtesgaden í Bæjaralandi er fallegur bær.
Berchtesgaden í Bæjaralandi er fallegur bær. Vísir/AFP
Þýski smábærinn Berchtesgaden í bæversku ölpunum hefur ákveðið að halda happdrætti til að ákveða hverjir fá að leggjast til hinnar hinstu hvílu í kirkjugarði bæjarins.

Lengi hefur verið eftirsótt að fá pláss í kirkjugarði þessa fallega 8000 manna bæ. Bæjaryfirvöld hafa í mörg ár þurft að vísa fólki frá kirkjugarðinum vegna plássleysis en garðurinn er frá 17.öld.

Nú er öldin önnur og hafa verið útbúnir 200 nýir grafreitir, vegna þessa óvænta framboðs og mikillar eftirspurnar hafa yfirvöld ákveðið að efna til happdrættis svo allir hafi jafnan möguleika á að hljóta reit í garðinum.

Eins og áður sagði eru 200 reitir í boði í happdrættinu sem fram fer miðvikudaginn 18.júlí en þú þegar hafa 280 manns sótt um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×